Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2010 | 15:31
Powersport - Barnamenningarhátíð
Við ætlum að hafa keppni við foreldra/systkini á mánudaginn næsta í tilefni Barnamenningarhátíðarinnar. Mæting er í síðasta lagi 16:15! Sýning byrjar 16:30. Við ætlum að setja upp rauða gólfið og vera svo reddý í að rústa foreldrunum!;)
Fimleikarnir og klappstýrurnar munu einnig vera með show;)
b.kv
Maríanna (697-3474)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 10:33
Powercup í dag!
Koma með sundföt og hjól í dag!!
b.kv
Maríanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2010 | 13:31
Páskafrí!!
Síðasti tíminn fyrir páska var með heldur breyttu sniði en við fórum á Jiu jitsu æfingu í hafnarfirðinum. Flestum líkaði það vel og höfðu gaman af! Krakkarnir mega mæta frítt á æfingar í þessari viku og á þriðjudeginum í næstu viku, en þau fengu ávísun uppá 2 vikur af fríum æfingum!
Næsta æfing verður föstudaginn þann 9.apríl!
b.kv
Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2010 | 23:33
Jiu jitsu páskaæfing!
Það sem að páskarnir eru að koma hefur verið ákveðið að gera eitthvað skemmtilegt fyrir páskafríið. Úr varð að við ætlum að færa powersportæfinguna sem á að vera á föstudaginn næsta yfir á fimmtudaginn og ég ætla að bjóða krökkunum að koma og prófa jiu jitsu tíma, þar sem ég æfi. Þau munu fá ávísun uppá 2 vikur af æfingum frítt í jiu jitsu sem þau geta svo nýtt næstu 2 vikurnar en þangað er alveg hægt að fara með strædó.
Við ætlum að hittast heima hjá mér kl 16:04 á fimmtudeginum næsta og vera lögð af stað kl 16:15. Æfingartímarnir eru skiptir svo að helmingur powersporthópsins verður í 13-16 ára tímanum en hinn helmingurinn verður í 12 ára og yngri hópnum. Æfingarnar eru stuttar og planið er að 12 ára og yngri bíði á meðan 13-16 ára eru og vis versa nema einhver foreldri bjóði sig fram við að keyra, en það væri frábært þvi þá þyrftu krakkarnir ekki að bíða eftir hinum.
- 12 ára og yngri eru kl 17-17:40
- 13-16 eru 17:45-18:45
Ef einhverjar spurningar þá endilega hafið samband!
b.kv
Maríanna Þórðardóttir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2010 | 14:41
Powercup í dag!
Það verður að öllum líkindum powercup í dag! Koma með hjólin!;)
b.kv
Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2010 | 14:45
Neinei Ekki á morgun, neinei ekki á morgun, dumdumdumdum
Bara muna eftir sundfötum í dag, og góða skapinu takk=D
b.kv
Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 00:41
Föstudaagsæfingin færist
Æfingin á morgun Föstudaginn, verður frá kl 18:00-19:30=)
heyri í ykkur krútt
-Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2010 | 11:57
Föstudagsæfingin!
Næsta föstudag þarf ég að breyta tímanum þannig að æfingin næsta mun líklegast færast og verða fyrr um daginn, kl 17:30-19:00.
Við sjáum hvernig verðið verður í kvöld en við förum líklegast í tví-liðakeppni eða þrek og leiki.=)(komið samt með sundföt til vonar og varar.)
b.kv Maríanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 13:52
Powercup í dag!
Powercup - Hlaup og hjól! Koma með hjólin! Einnig sundföt ef það verður hálka og kreisí veður!;) sjáumst hress=)
b.kv Maríanna
-Það verður að öllum líkindum sund í dag!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 14:50
Powersport á morgun - tvíliðakeppni!
Vonandi verður ekki hálka á morgun því við ætlum að koma með hjóóól og það verða tveir og tveir saman að keppa á móti hinum tveimur og tveimur. Aðeins eitt hjól á hvert lið! Munið að tjékka á hjólunum áður en þið komið, þyrftu helst að vera með ljósi, bremsurnar í lagi og hjólin kriglótt;)
Komiði líka með sundföt - eins og allla aðra mánudaga=)
Vonandi sé ég sem flesta á morgun!
b.kv Maríanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)