Færsluflokkur: Bloggar

Powersport - Barnamenningarhátíð

Við ætlum að hafa keppni við foreldra/systkini á mánudaginn næsta í tilefni Barnamenningarhátíðarinnar.  Mæting er í síðasta lagi 16:15! Sýning byrjar 16:30.  Við ætlum að setja upp rauða gólfið og vera svo reddý í að rústa foreldrunum!;)

Fimleikarnir og klappstýrurnar munu einnig vera með show;)

 

b.kv

Maríanna (697-3474)


Powercup í dag!

Koma með sundföt og hjól í dag!!

b.kv 

Maríanna


Páskafrí!!

Síðasti tíminn fyrir páska var með heldur breyttu sniði en við fórum á Jiu jitsu æfingu í hafnarfirðinum.  Flestum líkaði það vel og höfðu gaman af!  Krakkarnir mega mæta frítt á æfingar í þessari viku og á þriðjudeginum í næstu viku, en þau fengu ávísun uppá 2 vikur af fríum æfingum! 

Næsta æfing verður föstudaginn þann 9.apríl!

 

b.kv 

Maríanna


Jiu jitsu páskaæfing!

Það sem að páskarnir eru að koma hefur verið ákveðið að gera eitthvað skemmtilegt fyrir páskafríið.  Úr varð að við ætlum að færa powersportæfinguna sem á að vera á föstudaginn næsta yfir á fimmtudaginn og ég ætla að bjóða krökkunum að koma og prófa jiu jitsu tíma, þar sem ég æfi.  Þau munu fá ávísun uppá 2 vikur af æfingum frítt í jiu jitsu sem þau geta svo nýtt næstu 2 vikurnar en þangað er alveg hægt að fara með strædó. 

 

Við ætlum að hittast heima hjá mér kl 16:04 á fimmtudeginum næsta og vera lögð af stað kl 16:15.  Æfingartímarnir eru skiptir svo að helmingur powersporthópsins verður í 13-16 ára tímanum en hinn helmingurinn verður í 12 ára og yngri hópnum.  Æfingarnar eru stuttar og planið er að 12 ára og yngri bíði á meðan 13-16 ára eru og vis versa nema einhver foreldri bjóði sig fram við að keyra, en það væri frábært þvi þá þyrftu krakkarnir ekki að bíða eftir hinum.  

  • 12 ára og yngri eru kl 17-17:40 
  • 13-16 eru 17:45-18:45
Komið með smá nesti!


Ef einhverjar spurningar þá endilega hafið samband!

b.kv 

Maríanna Þórðardóttir!

 


Powercup í dag!

Það verður að öllum líkindum powercup í dag! Koma með hjólin!;)

 

b.kv

Maríanna


Neinei Ekki á morgun, neinei ekki á morgun, dumdumdumdum

Bara muna eftir sundfötum í dag, og góða skapinu takk=D

b.kv

Maríanna


Föstudaagsæfingin færist

Æfingin á morgun Föstudaginn, verður frá kl 18:00-19:30=)

heyri í ykkur krútt

-Maríanna


Föstudagsæfingin!

Næsta föstudag þarf ég að breyta tímanum þannig að æfingin næsta mun líklegast færast og verða fyrr um daginn, kl 17:30-19:00. 

Við sjáum hvernig verðið verður í kvöld en við förum líklegast í tví-liðakeppni eða þrek og leiki.=)(komið samt með sundföt til vonar og varar.)

 

b.kv Maríanna


Powercup í dag!

Powercup - Hlaup og hjól! Koma með hjólin!  Einnig sundföt ef það verður hálka og kreisí veður!;) sjáumst hress=)

 

b.kv Maríanna

-Það verður að öllum líkindum sund í dag!


Powersport á morgun - tvíliðakeppni!

Vonandi verður ekki hálka á morgun því við ætlum að koma með hjóóól og það verða tveir og tveir saman að keppa á móti hinum tveimur og tveimur.  Aðeins eitt hjól á hvert lið! Munið að tjékka á hjólunum áður en þið komið, þyrftu helst að vera með ljósi, bremsurnar í lagi og hjólin kriglótt;) 

Komiði líka með sundföt - eins og allla aðra mánudaga=)

Vonandi sé ég sem flesta á morgun!

b.kv Maríanna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband